17.6.2009 | 19:33
SimmaRokk – Minningartónleikar
Meir í Fésbókinni um þessa tónleika..
Allur aur sem kemur inn rennur í Simmasjóð...
Allir sem koma að þessum tónleikum gefa vinnu sína..og hafi allir þökk fyrir..
Tónleikarnir verða á verkstæðinu hjá okkur í Skagaverk að Smiðjuvöllum 22..beint á mót Byko..Akranesi
Simmi kallinn skilur eftir sig mikið.
Elskulegir foreldrar hans studdu hann í einu og öllu sem Simmi tók sér fyrir hendur,svo á hann langbestu systir í heimi,mikill afa og ömmustrákur og er Simma sárt saknað af þeim sem og öðrum ástvinum.
Sendi ég þeim mínar bestu kærleikskveðjur...
Simmi var mikill trommari,byrjaði fyrst að spila 6 ára gamall....spilaði einu sinni með Mugison,einnig spilaði hann í hljómsveit í Dölunum,mun hún spila á tónleikunum.
Simmi kom fram í Kastljósinu hjá Ragnhildi Steinunni.
Mikill íþróttamaður í Þjóti sem aðalatriðið var bara að vera með,...hélt með Liverpool en ekki hvað...
Svo hefur hann fengið viðurkenningu frá forseta Íslands á Bessastöðum og koss frá Dorrit.... Geri aðrir betur.
Síkátur og brosandi gleðigjafi heilsandi öllum,vinur allra var hann..
Nú er brosið horfið af götum Akranes og í Búðardal og er það mikill söknuður...
Minningin um góðan dreng lifir..
Sjáumst á tónleikunum....en þeir sem geta ekki komið.... en vilja styrkja Simmasjóð...geta haft samband við Evu Lind á Fésbókinni...
Kærleikskveðja..
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tenglar
austri.is
dalir.is
grundarfjördur.is
grhf.is
reykholar.is
- http://reykholar.is Sveitin mín fríð.
skessuhorn.is
vikubladid.is
http://www.abbasite.com/
http://www.islandia.is/Brimhestar/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.