18.1.2013 | 21:49
Frábært..:)
Það er hægt að treysta á Dani,heheh...þeir sögðust ætla að hjálpa okkur með því að vinna..en kanski ekki til þess að við lenntum á móti Frökkum sem lágu fyrir þýskum snillingum,sem fáir áttu von á víst..:)
Ég er bara sáttur..en ekki allir..:)
Af hverju kíkti ekki Wilbek ekki á hvernig Frakkland-Þýskaland fór,svona rétt í lok leiks hjá sínu liði,hehehe:)
Vona bara fjölmiðlar fari ekki hamförum og segi við eigum ekki séns,eins og þeir hafa svosem alltaf gert..í stað að reyna peppa strákanna upp,tala ekki um nú þegar margir nýliðar eru í liðinu..:)
Koma svo strákar..:)
Íslendingar mæta Frökkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tenglar
austri.is
dalir.is
grundarfjördur.is
grhf.is
reykholar.is
- http://reykholar.is Sveitin mín fríð.
skessuhorn.is
vikubladid.is
http://www.abbasite.com/
http://www.islandia.is/Brimhestar/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bara fínt. Held að Frakkar séu á niðurleið en Þjóðverjar á uppleið.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 18.1.2013 kl. 21:58
Sammála :D en Erum vi að fara á móti frökkum því að Þjóðverjar unnu Frakka, alveg óháð markatölum vegna þess þeir eru jafnir alstaðar annarstaðar? Eru Þjóðverjar þá fyrir ofan frakka bara því þeir unnu frakka ?
Kolbrún Rósa (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 22:55
Við eigum ekki séns, punktur.
Guðmundur Pétursson, 19.1.2013 kl. 02:19
Já Kolbrún,innbyrðis viðureign þar..
Það getur meir en verið Guðmundur 90% rétt hjá þér,punktur..:)
Já Marteinn Frakkarnir hafa sigið ansi mikið niður á þeim,komnir nánast niður á hæla..:)
En ef við förum alltaf með því hugarfari að við töpum á móti Frökkum sérstaklega,þá getum við alveg eins gefið bara leikina í stað spilað.
Ef við ætlum að vinna mót,þetta eða eitthvað annað nú eða áður,verðum við að mæta þeim betri("bestu")..
Finnst rósaleg skrítið þegar td íþróttafréttamennirnir tala alltaf um að reyna að losna við að mæta hinum og þessum liðum betri liðum,en vilja samt vera nr 1...
Við hljótum að þurfa að sigra "betri" liðin líka til þess að td núna að verða HM-meistarar..og í þessu tilviki Frakkar verða á vegi okkar snemma móts..
Mér fyndist ekkert gaman að verða heimsmeistari,hehe,ef ég kæmist upp með að vinna bara "lélegu" liðin,eða sem þeim henta okkur og höfum trú á að við vinnum..
Er sannfærður ef við hefðum mætt Frökkum td í undanúrslitum á OL 2008 hefum við unnið þá,sjálfstraustið 100% og spilamennska í topp þá,...en að spila um gullið þá við Frakkanna,varð spennufallið okkar að falli,og þá held ég að það hafi verið sama hvað lið hefði spilað við okkur...
Takk fyrir innlitið Marteinn,Kolbrún,Guðmundur..:)
Halldór Jóhannsson, 19.1.2013 kl. 10:49
Það hefði verið enn kostulegra ef Danir hefðu líka reynt að tapa leiknum, til að greyið Ísland myndi ekki þurfa að mæta Frökkum. Þá hefðu bæði liðin verið að reyna að tapa og leikurinn snúist upp í keppni um hver væri lélegri.
Það liggur fyrir að Makedónar mættu með hangandi haus í leikinn til að tryggja sér síðasta sætið inn í 16 liða úrslitin, en samt voru þeir að rúlla Dönunum upp. Sem gerir sigur okkar á þeim í riðlinum enn athygliverðari.
Theódór Norðkvist, 20.1.2013 kl. 11:45
Já satt segir þú Theódór,það hefði verið gaman að sjá svoleiðis handbolta...
Ég sá slatta af þeim leik á netinu,mér leist bara vel á Makedónaanna...þangað til já,ekki orð um það meir heheh....:)
En sástu leikinn Spán og Serba í kvöld 21 jan....fannst þeir stórkostlegir Spánverjarnir og nánast allt heppnaðist...
Takk fyrir innlitið..:)
Halldór Jóhannsson, 21.1.2013 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.