28.7.2010 | 20:57
Meistaraheppni....
....hjá FH-ingum????? að Víkingar eru óvanir að spila svona stóra leiki og misnota fjölda dauðafæra..sem undir öllum kringumstæðum hefði átt að vera búnir að knésetja andstæðinginn:):)
Bikarævintýri Ólsara lauk í Kaplakrika | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Tenglar
austri.is
dalir.is
grundarfjördur.is
grhf.is
reykholar.is
- http://reykholar.is Sveitin mín fríð.
skessuhorn.is
vikubladid.is
http://www.abbasite.com/
http://www.islandia.is/Brimhestar/
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 670
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Óska FH-ingum til hamingju með sigurinn og komast í úrslitaleikinn....
Óska Víkingi til hamingju með sinn árangur,þó ég þykist vita að þeir séu mjög svo ósáttir,að misnota öll dauðafærin sín í þessum stóra leik...
Halldór Jóhannsson, 28.7.2010 kl. 21:13
Held að þessir sjóarar þarna að vestan megi þakka sínum sæla fyrir að sleppa með þessi úrslit. Náttúrulega alveg fáránlegt að alvöru knattspyrnulið skuli þurfa að eyða tíma og fyrirhöfn í að keppa við svona grínara.
Bonzo (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:21
Góður grínari Bonzo:)
Gaman að því:)
Já kanski líta FH-ingar svona stórt á sig blessaðir:)
Þessir kallar í FH hafa(kanski) aldrei sett hendi í saltan sjó,og fundist vond lykt að vinnandi mönnum sem voru kanski að slægja fisk fram að leik..
Alltaf fengið pening hjá mömmu og svo fá þeir náttúrulega milljónir hver á mánuði að spila með stórliðinu,hehe:)
Annað en smáliðið(grínliðið):)
Halldór Jóhannsson, 28.7.2010 kl. 21:41
Ég er FH-ingur og langar bara að taka það fram að við erum ekki allir jafn hrokafullir og "Bonzo". Mér finnst fátt leiðinlegra en þegar sýnd er vanvirðing í íþróttum!
Óli (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 21:46
Óli takk...það er nú gott að allir eru ekki hrokafullir...
Já það er leiðinlegt ef vanvirðing er hávegum höfð í sportinu eða í öðru bara...
Ég setti mitt inn sem létt grín,eins svar við Bonzo...
Halldór Jóhannsson, 28.7.2010 kl. 22:10
Ég er FH-ingur, og verð bara að byrja á því að óska Víkingum úr Ólafsvík til hamingju með frábæran árangur og til hamingju með frábæra stuðningsmenn! Virkilega skemmtileg stemning sem myndaðist í Krikanum í kvöld, þökk sé litríkum Ólsurum. Baráttan í fótboltanum var einnig mjög góð. En sem FH-ingur...ánægður með sigurinn. :)
Árni Freyr Helgason, 28.7.2010 kl. 22:16
Það hafa nú mörg "stærri lið" átt í meiri erfiðleikum með en FH. Víkingur Ó stóð sig bara með prýði í kvöld og sýndu afhverju þeir voru komnir svona langt.
Þetta er nú líka bara það sem bikarinn snýst um að öll lið eiga jafnan möguleika á að vinna bikarinn (þó svo að FH og önnur úrvalsdeildar liðið hafa komið inn í bikarinn tveimur leikjum seinna).
Ef að svona "grín" lið meiga ekki vera með þá væri þetta nú bara í raun Pepsideildin, er ekki óþarfi að spila hana tvisvar ?
Haukur T (IP-tala skráð) 28.7.2010 kl. 22:21
Ég sá leikinn tvisvar. Fyrst á vellinum og síðan í sjónvarpinu. Það sem vakti athygli mína var það að FH átti bara þrjú færi í seinni hálfleik. Fyrsta bjargaði varnarmaður á síðustu stundu, síðan nýttu þeir næstu tvö, fyrst skallamark og síðan víti. Þeir komust ekkert lengra en að vítateig Víkings Ó og þá var boltinn hirtur af þeim. Víkingur fékk líka a.m.k. þrjú góð færi og dauðafæri í seinni hálfleik. Aukaspyrna varin í vinklinum af Gulla, sóknarmaður kemst einn í gegn og skýtur framhjá og Gulli ver frá sóknarmanni í dauðafæri í uppbótartímanum. Svo má finna IP töluna hjá þessum "Bonzo" og birta mynd af honum hérna.
Helgi (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 00:48
Hvað eru menn að láta krakkabjálfa eins og bonzo ergja sig?
Sem hálfur sandari og gegnheill FH-ingur þá er ég auðvitað sáttur með úrslitin. Þakka ólsurum fyrir komuna og megi þeim vegna vel í 1. deild á næsta ári. Þeir hafa sýnt og sannað að þeir eru verðugir andstæðingar. Magnað alveg hreint að hægt sé að smala hundruði manna á útileik til að hvetja liðið, frá ekki stærra bæjarfélagi og alla þessa vegalengd, alveg magnað.
bjarni (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 01:55
Ekki veit ég alveg hvaða leik höfundur þessa bloggs horfði á í gærkvöld. Hann virðist sannfærður um að það hafi verið undanúrslita viðureign FH og Víkings Ólafsvík í Visa bikarkeppninni. Þegar hann lýsir því yfir að sigur Íslandsmeistaranna hafi verið heppni og að Víkingur hafi bara verið óheppnir að vinna ekki þennan leik er ég hins vegar á þeirri skoðun að hann hafi í raun verið að horfa á einhvern allt annan leik.
Ég er FH-ingur og sigur FH í gærkvöld var sanngjarn svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Hins vegar verður maður að taka ofan fyrir Víkingum Ólafsvík fyrir hreint frábæra frammistöðu. Þeir höfðu lengst af í fullu tré við Íslandsmeistaranna og sýndu þeim enga virðingu. Leikmenn liðsins eiga hrós skilið sem og stuðningsmenn þeirra sem fjölmenntu í Krikann og hvöttu sína menn ákaft.
Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 29.7.2010 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.